Opnunartímar

Tjaldsvæðið í Laugardal er opið allt árið um kring.

Frá 30. september – 1. maí er móttakan aðeins opin hluta úr degi (nánari upplýsingar er að finna á tjaldsvæðinu) en frá 1. maí- 30. september er 24 tíma gæsla á svæðinu. Gestir eru beðnir um að hafa samband við móttöku við komu.

Í móttökunni er unnt að kaupa gas, rauðspritt, rafhlöður, póstkort, frímerki og ýmislegt annað sem ferðalangurinn þarf á að halda.