Umhverfismál

Tjaldsvæðið í Laugardal leggur mikla áherslu á umhverfismál á tjaldsvæðinu og þróun umhverfisvænnar stefnu. Með öflugu umhverfisstarf viljum við koma til móts við óskir og væntingar gesta okkar. Við hvetjum gesti tjaldsvæðisins eindregið til þess að sýna ábyrga afstöðu og taka þátt í því starfi sem fram fer á sviði umhverfismála.

Síðustu árin hefur tjaldsvæðið í Laugardal hlotið viðurkenningu frá Earch Check Assessed fyrir vinnu þess í umhverfismálum tengdum sorpflokkun, vatns- og orkuneyslu og notkun umhverfisvottaðra ræstiefna. Tjaldsvæðið í Laugardal er fyrsta tjaldsvæðið á Íslandi sem hefur fengið slíka viðurkenningu sem er fyrsta skref að alþjóðlegri umhverfisvottun.

Umhverfisvæn þjónusta sem boðið er upp á á tjaldsvæðinu er meðal annars:

  • Reiðhjólaleiga
  • Úrgangsflokkun
  • Ábendingar og ráðgjöf varðandi endurvinnslu
  • Umhverfisvænar sápur (Swan) og salernispappír (EU Flower)

Við tökum með ánægju á móti athugasemdum og ábendingum frá gestum varðandi umhverfisstefnu okkar.