Aðstaðan á tjaldsvæðinu er mjög góð fyrir bæði þá sem gista í tjaldi og bílum. Allt að 40 bílar geta tengst rafmagni samtímis. Skammt frá tjaldsvæðinu, að Klettagörðum, er góð aðstaða til að losa ferðasalerni.
Innifalið í gistiverðinu er aðgangur að:
- móttökuvakt / neyðarsíma allan sólarhringinn
- gestaeldhúsi
- heitum sturtum
- þráðlausu neti um allt tjaldsvæðið
- gestatölvum
- rafmagni fyrir hleðslu á litlum raftækjum
- grillaðstöðu
- skiptimarkaði fyrir mat og búnað
- sjálfsölum með gos & matvöru
- ferðaupplýsingum og helstu ferðavörum; gas, kort, eldunarvörur, o.fl.
Önnur þjónusta og aðstaða sem í boði er á Tjaldsvæðinu:
- rafmagn við tjaldsvæðið
- þvottavélar og þurrkarar
- útiþvottaaðstaða í vöskum
- farangursgeymsla til styttri tíma
- geymsla fyrir hjól og hjólabox
- læstar munahirslur með rafmagni til styttri tíma
- reiðhjólaleiga
- hjólastólaaðgengi er ágætt
- kaffibollinn í móttöku.
Þjónusta og aðstaða í næsta nágrenni.
- Laugardalslaugin og önnur íþróttasvæði í Laugardalnum
- morgunverðarhlaðborð á Farfuglaheimilinu
- Krambúð, sem opnar snemma og lokar seint
- Kaffihús, grænmetismarkaður, bakari, ísbúð, veitingastaðir
- Losunarstöð að Klettagörðum 14 fyrir grávatn
- Strætó #14 keyrir um Sundlaugaveg
- Rútur frá flugvellinum stoppa fyrir framan
- Afþreyingarfyrirtæki ná í gesti á Tjaldsvæðið
- Grasagarður Reykjavíkur og Skrúðgarðurinn í laugardal
- Húsdýragarður og leikvellir fyrir börn
- skokkleiðir um Laugardalinn, sjá kort.