Umgengnis- og öryggisreglur Tjaldsvæðisins í Laugardal.
Vinsamlegast kynnið ykkur eftirfarandi reglur. Brot getur varðað brottvísun af svæðinu.
- Svæðinu er skipt upp í svæði A fyrir húsbíla; þá sem þurfa að gang að rafmagni og aðra og svæði B fyrir tjaldgesti og minni bíla sem ekki þurfa aðgengi að rafmagni.
- Heimilt er að aka inn á svæði B, efra svæðið og skal bifreiðin geymd á merktu bílastæði innan svæðið eða á öðrum svæðum með sérstöku leyfi starfsmanns.
- Við hvetjum gesti tjaldsvæðisins til að endurnýta / spara / flokka og forðast matarsóun. Vinsamlegast fylgið leiðbeiningum um flokkun sorps og nýtið ykkur skiptihillurnar.
- Næturfriður skal vera kominn á um miðnætti.
- Lausaganga gæludýra á svæðinu er bönnuð.
- Ölvun á almannafæri og vímuefnanotkun er með öllu óheimil á tjaldsvæðinu og við þjónustuhús.
- Losun á ferðasalernum skal aðeins fara fram á Klettagörðum 14, ekki á svæðinu sjálfu.
- Gestir bera ábyrgð á sínum verðmætum. Í boði eru hirslur fyrir verðmæti í geymslu og/eða í hleðslu. Öryggismyndavélar eru við innganga og vöktun er á svæðinu.
Almennt er farið eftir reglum Slökkviliðsins og öðrum sem fyrirbyggja tjón og slys á fólki.
- Viðbragðsáætlun er til staðar.
- Lágmarksfjarlægð á milli smávagna skal vera 1.8m og lágmarksfjarlægð á milli stærri húsbíla er 4 metrar. Fortjöld eða stök tjöld eru ekki leyfð á svæði A, húsbílasvæðinu.
- Krókurinn skal vísa fram til einföldunar þegar þarf að tengja og flytja vagninn.
Brot á þessum reglum getur varðað brottvísun af svæðinu.
Takk fyrir samvinnu og skilning og við óskum þér góðrar dvalar á Tjaldsvæðinu í Laugardal.