Reglur um Tjaldsvæði

Til að tryggja þér góða og friðsæla dvöl, vinsamlegast kynntu þér eftirfarandi:

  • Innritun er frá klukkan 13:00 og útritun er fyrir klukkan 11:00.
  • Bannað er að leggja bílum á grasið á svæði B, efra svæðinu nema með sérstöku leyfi. Bannað er að kveikja opinn eld.
  • Tjöld eru aðeins leyfð á svæði B, þ.e. tjaldsvæðinu. 
  • Við endurnýtum / spörum / flokkum og forðumst matarsóun. 
  • Vinsamlegast flokkaðu samkvæmt leiðbeiningum og notaðu Skiptihillur okkar fyrir hluti sem eru endurnýtanlegir. Verjum íslensku náttúruna og takmörkum slæm áhrif okkar á umhverfið.
  • Ró skal vera frá miðnætti til klukkan 6 á morgnana. Ekki er leyfilegt að keyra bíla eða mótorhjól á tjaldsvæðinu á þessum tíma.
  • Hundar eru leyfðir í taumi og eigendur eru ábyrgir fyrir að hreinsa upp eftir.
  • Bannað er að nota ólögleg eiturlyf eða drekka of mikið áfengi. Bannað er að reykja innanhúss.
  • Við fylgjum strangri öryggisáætlun og treystum á stuðning gesta okkar. 
    Við takmörkum alla áhættu og fylgjum einföldum reglum:
    • Ekki skilja eftir verðmæti óvarin. Við bjóðum læstar hirslur fyrir verðmæti í hleðslu þar sem þið getið notað eigin lása.
    •  og læstu bíla, hjól og vagna og geymdu verðmæti í læstum bílum.
    • Tilkynntu starfsfólki óeðlilega mannaferðir og þjófnað.

Við höfum gert fyrirbyggjandi ráðstafanir og fylgjum reglum Slökkvliðsins til að forða slysum, tjóni og líflátum. 

  • Viðbragðsáætlun er til staðar og sýnileg gestum.
  • Lágmarksfjarlægð á milli smávagna er 1.8m og lágmarksfjarlægð á milli stærri húsbíla er 4 metrar. Fortjöld eru ekki leyfð á húsbílasvæðinu. 
  • Krókurinn skal vísa fram til einföldunar ef þarf að tengja og flytja vagninn. 
  • Brot á reglum geta leitt til þess að gestum sé vísað af svæðinu. 
  • Takk fyrir samvinnu og skilning og við óskum þér góðrar dvalar á tjaldsvæðinu í Laugardal.