Umhverfismál

Tjaldsvæðið í Laugardal leggur áherslu á að draga úr umhverfisáhrifum af rekstrinum.

Í allmörg ár hefur Tjaldsvæðið verið viðurkennt af EarthCheck fyrir umhverfisstarf en frá og með 2019 er unnið að vottun Vakans fyrir gæða- og umhverfisstarf tjaldsvæðisins.

Meðal þess sem skilar okkur árangri í umhverfismálum er:
• Einungis eru notaðar hreingerningavörur sem vottaðar eru viðurkenndum umhverfisvottunum, s.s. Svaninum, norræna umhverfismerkinu, og Evrópublóminu, umhverfismerki Evrópusambandsins.
• Ítarleg sorpflokkun er á tjaldsvæðinu og fylgst er náið með sorpmagni með mælingum.
• Fylgst er náið með orku- og vatnsnotkun og brugðist skjótt við ef niðurstöður benda til sóunar.
• Dregið er úr orkunotkun með uppsetningu LED lýsingar, þar sem mögulegt er, í stað hefðbundinnar lýsingar.
• Hreinlætistæki og salerni eru valin með tilliti til endingar og lítillar vatnsnotkunar.

Við bjóðum gestum okkar að taka þátt í því að lágmarka umhverfisáhrif dvalar sinnar á tjaldsvæðinu.
• Reiðhjólaleiga er til staðar svo gestir geti nýtt sér umhverfisvænan ferðamála um borgina og nágrenni hennar.
• Hjólreiðafólk er sérstaklega boðið velkomið á tjaldsvæðið. Afsláttur er í boði fyrir vistvæna ferðamenn, aðgangur að hjólaviðgerðastandi, verkfærum og pumpu.
• Góðar tengingar við vistvænar almenningssamgöngur tryggja að ekki er þörf á að gestir noti einkabíla eða önnur farartæki á ferðum um borgina.
• Úrgangsflokkun er auðveld og aðgengileg öllum gestum.
• Hópar eru sérstaklega hvattir til að flokka allt sorp og fá sérsniðnar leiðbeiningar þar um.
• Gestum er eingöngu boðið upp á umhverfisvottaðar hreinlætisvörur, s.s. handsápur á snyrtingum, pappírsþurrkur og uppþvottalög í eldhúsi.
• Við skorum á gesti að undirrita viljayfirlýsingu um ábyrga ferðahegðun – The Icelandic Pledge.

Við tökum með ánægju á móti ábendingum og athugasemdum frá gestum varðandi sjálfbærnistefnu okkar og aðgerðir í umhverfismálum.