Tjaldsvæðið í Laugardal leggur áherslu á að hafa sjálfbærni að leiðarljósi í allri starfsemi sinni. Við viljum hvetja gesti okkar til ábyrgrar ferðamennsku í öllu því sem við gerum, allt frá sorpflokkun til orkusparnaðar. Við fylgjum Sjálfbærnistefnu tjaldsvæðisins og við höfum innleitt margvíslegar lausnir til að lágmarka áhrif rekstursins, bæði á umhverfi og samfélagið. Um árabil var tjaldsvæðið viðurkennt af EarthCheck fyrir árangur sinn í umhverfismálum.
• Við notum eingöngu umhverfisvottaðar vörur til hreingerninga.
• Við bjóðum umhverfisvottaðar hreinlætisvörur á snyrtingum og í eldhúsi, s.s. handsápu og uppþvottalög.
• Við flokkum og skilum til endurvinnslu bylgjupappa, pappír, plasti, gleri, málmum og lífrænum úrgangi.
• Við lágmörkum umhverfisáhrif með ábyrgri innkaupastefnu, s.s. með því að fá vörur í meira magni í senn.
• Við fylgjumst náið með sorphirðu af svæðinu og straumlínulögum þjónustuna að þörfum gestanna.
• Við hvetjum gesti til að skilja eftir nýtanlega matvöru og leyfa öðrum gestum að njóta hennar. Þannig leggjum við okkar af mörkum til að draga úr matarsóun.
• Við hvetjum gesti til að drekka kranavatn. Við seljum ekki vatn á flöskum.
• Skiptimarkaðshillur er á tjaldsvæðinu. Þar geta gestir skilið eftir það sem þeir þurfa ekki að nota og aðrir gestir fá tækifæri til að nýta sér það sem skilið er eftir.
• Við vöktum orkunotkun og notkun á heitu og köldu vatni.
• Við styðjum starf skáta með því að láta þeim í té skilagjaldsskyldar umbúðir
• Við hvetjum til samakstur gesta.
• Við hvetjum gesti til að nýta almenningssamgöngur.
• Hálendisrútur sækja og skila gestum á tjaldsvæðið.
Við hvetjum þig til að vera ábyrgur ferðalangur:
• Taktu áskorun íslensku ferðaþjónustunnar, the Pledge.
• Taktu þátt í sorpflokkun tjaldsvæðisins. Ef þig vantar aðstoð erum við innan seilingar.
• Ekki skilja eftir sorp á víðavangi. Tíndu upp ruslið í kring um þig og tjaldið þitt.
• Notaðu matvöru sem skilin hefur verið eftir og kíktu á skiptimarkaðshillurnar. Þar gæti verið eitthvað sem nýttist þér?
• Fylltu á vatnsbrúsann og njóttu íslenska kranavatnsins.
• Sýndu ábyrð á ferðalaginu, ekki bara á Tjaldsvæðinu í Laugardal heldur hvar sem þú ferð um viðkvæma náttúru landsins.
Tjaldsvæðið í Laugardal er í eigu Reykjavíkurborgar en er rekið af Farfuglum. Farfuglar eru félagasamtök sem eiga og reka 2 Farfuglaheimili í Reykjavík; Loft HI Hostel og Dalur HI Hostetl. Þau eru bæði vottuð Svaninum, sem er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna, enda er sjálfbærni eitt af lykilmarkmiðum Farfugla. Tjaldsvæðið í Laugardal er rekið í anda ábyrgrar ferðaþjónustu og til þess höfum við nýtt þekkingu okkar og reynslu af rekstri heimilanna.